Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Davidson Matyczuk og Jackie Gallagher-Smith– 11. desember 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru þau Davidson Matyczuk og Jackie Gallagher-Smith. Þau eru bæði fædd 11.desember 1967 og fagna því 55 ára afmæli í dag. Davidson er kanadískur PGA kennari en Jackie gerðist atvinnumaður 1990 og spilaði á LPGA, þar sem hún á í beltinu einn sigur þ.e. á Giant Eagle LPGA Classic, 25. julí 199. Gallagher-Smith komst í fréttirnar, þegar kaddýinn hennar höfðaði mál gegn henni fyrir að hafa notfært sér hann, sem sæðisgjafa, þar sem hún og eiginmaður hennar gætu ekki eignast börn. Hann féll frá málsókninni síðar.

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Bradley Dub Bryant, 11. desember 1954 (68 ára); David Iwasaki-Smith, 11. desember 1959 (63 ára); Jean-Louis Lamarre, 11. desember 1959 (63 ára); Danny Mijovic, 11. desember 1960 (62 ára); Mary Beth Zimmerman, 11. desember 1960 (62 árs); Davidson Matyczuk, 11. desember 1967 (54 ára); Jackie Gallagher-Smith, 11. desember 1967 (54 ára); Magnús Gautur Kristjánsson, GÍ, 11. desember 1968 (54 ára); Húbert Ágústsson, GVS, 11. desember 1973 (49 ára); Maarten Lafeber, 11. desember 1974 (48 ára); Ólafur Már Sigurðsson, 11. desember 1978 (44 ára); Carlie Butler,11. desember 1981 (41 árs); François Calmels, 11. desember 1981 (41 árs); Oliver Bekker, frá S-Afríku, 11. desember 1984 (38 ára) ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is