Taka má undir með Hirti að Björgvin sé einn albesti golfkennari á Íslandi!!! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Björgvin og Anna Jódís – 27. október 2021

Afmæliskylfingar dagsins eru tvíburarnir frábæru úr Hafnarfirði; Björgvin Sigurbergsson, margfaldur Íslandsmeistari í golfi og golfkennari afrekskylfinga hjá Keili til margra ára og Anna Jódís Sigurbergsdóttir, einn forgjafarlægsti kvenkylfingur landsins.

Anna Jódís og Björgvin eru fædd 27. október 1969 og eiga því 52 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Björgvins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan:

Björgvin Sigurbergsson, GK. Mynd: Golf 1

Björgvin Sigurbergsson (52 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Carol Semple, 27. október 1948 (73 árs); Patty Sheehan, 27. október 1956 (65 ára); Sóley Gyða Jörundsdóttir (61 árs); Des Terblanche (frá Suður-Afríku) 27. október 1965 (56 ára); Sesselja Engilráð Barðdal (51 árs); Melissa Sossa (45 ára); Helena Árnadóttir (37 ára) ….. og …… Alana Parker Csoka

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is