Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Arnar Halldórsson og Anthony Kang – 30. nóvember 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Arnar Halldórsson og Anthony Kang. Þeir eru báðir fæddir 30. nóvember 1972 og fagna því 50 ára stórafmæli í dag!!!

Anthony Kang gerðist atvinnumaður í golfi 1996 og á í beltinu einn sigur á Evróputúrnum þ.e. á Maybank Malasía Open árið 2009 og auk þess 3 sigra á Asíutúrnum.

Komast má á facebook síðu Arnars til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan

Arnar Halldórsson – 50 ára – Innilega til hamingju!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Steinunn Fjóla Jónsdóttir, 30. nóvember 1970 (52 ára); Alessandro Tadini, 30. nóvember 1973 (49 ára); Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, f. 30. nóvember 1979 (43 ára); Breanna Elliott, 30. nóvember 1991 (31 árs)….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is