Afmæliskylfingar dagsins: Anna Katrín Sverrisdóttir og Dave Stockton – 2. nóvember 2021
Afmæliskyfingar dagsins eru tveir: Anna Katrín Sverrisdóttir og Dave Stockton.

Dave Knapp Stockton fæddist 2. nóvember 1941 í San Bernardino, Kaliforníu og á því 80 ára merkisafmæli í dag. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1964 eftir veru í University of Southern Californía. Hann á að baki 25 sigra sem atvinnumaður, þar af 10 á PGA Tour. Stockton hefir tvívegis sigrað á risamótum, þ.e. PGA Championship árin 1970 og 1976. Árangur hans í öðrum risamótum er líka góður hann deildi t.a.m. 2. sætinu á Masters 1974 og Opna bandaríska 1978.
Stockton hefir spilað á Seniors Tour (nú Champions Tour) frá árinu 1991 og sigrað þar 14 sinnum.
Stockton var í Ryder Cup liði Bandaríkjanna 1971 og 1977. Hann var fyrirliði sigurliðs Bandaríkjanna í Ryder Cup 1991, þegar mótið fór fram á Kiawah Island.
Á ferli sínum hefir Stockton þótt meðal þeirra allra bestu í stutta spilinu og þá helst púttunum. Hann skrifaði m.a. frábæra kennslubók um pútt: „Dave Stockton’s Putt to Win“.
Kennslumyndband Stocktons – byggt á púttkennslubókinni hans vinsælu „Putt to Win“
Dave er kvæntur fegurðardrottningunni Katherine Hales (Orange Show) og eiga þau 2 syni sem báðir eru atvinnukylfingar, Dave Jr. og Ron.
Til þess að sjá kennslumyndskeið þar sem afmæliskylfingurinn okkar kennir okkur að pútta smellið HÉR:
Til þess að sjá kennslumyndskeið þar sem afmæliskylfingurinn okkar kennir okkur að chippa smellið HÉR:
Anna Katrín Sverrisdóttir er fædd 2. nóvember 1991 og á því 30 ára stórafmæli í dag.
Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan:

Anna Katrín Sverrisdóttir – Innilega til hamingju með 30 ára stórafmælið!!!
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Isette Pearson; f. 2. nóvember 1861 – d. 25. maí 1941; Dave Stockton, 2. nóvember 1941 (80 ára); Karitas Sigurvinsdóttir, GS, 2. nóvember 1963 (58 ára); Anna Katrín Sverrisdóttir, 2. nóvember 1991 (30 ára) ….. og ……
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
