
Afmæliskylfingar dagsins: Alvaro Quiros Garcia, Cindy Schreyer og Haraldur Bilson – 21. janúar 2023
Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Alvaro Quiros Garcia, Cindy Schreyer og Haraldur Bilson.
Haraldur er fæddur 21. janúar 1948 og á því 75 ára afmæli. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið
Haraldur Bilson – Innilega til hamingju með 75 ára merkisafmælið!!!
Cindy (McCurdy) Schreyer er fædd 21. janúar 1963 og á því 60 ára merkisafmæli í dag!!! Hún byrjaði að spila golf 15 ára og lék í bandaríska háskólagolfinu með University of Georgia og var síðan á Futures Tour (1987-1988) og síðan LPGA (1989-2004). Á árunum 1998-2000 keppti hún undir nafninu Cindy McCurdy. Hún sigraði tvívegis á Futures Tour, þ.e. á Ravine Classic 1987 og síðan á LaGrange Honda Classic 1988. Hún á einn sigur í beltinu á LPGA, en hann kom á Sun Times Challenge, 15. ágúst 1993. Á ferli sínum vann Schreyer sér inn $1,473,602 í verðlaunafé.
Alvaro Quiros Garcia er þriðji afmæliskylfingur í dag. Hann er fæddur 21. janúar 1983 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Alvaro Quiros hefir aðallega spilað á Evróputúrnum, eftir að hann gerðist atvinnumaður í golfi 2004. Á ferli sínum hefir hann sigrað í 9 mótum, þar af 7 á Evróputúrnum. Hinir sigrarnir unnust 2006 þ.e. á Seville Open og síðan einn á Áskorendamótaröðinni evrópsku, þ.e. Morson International Pro-Am Challenge. Besti árangur Alvaro Quiros í risamótum er T-11 árangur á Opna breska 2010.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Jack Nicklaus, 21. janúar 1940 (83 ára); Opna -bókaútgáfa 21. janúar 1954 (69 ára); Tania Abitbol, (spænsk) 21. janúar 1965 (58 ára); Brennan Little, 21. janúar 1970 (53 ára); Davíð Guðmundsson f. 21. janúar 1971 (52 ára); Jonas Gudmundsson f. 21. janúar 1971 (52 ára); Rósa Ólafsdóttir f. 21. janúar 1971 (52 ára); Frances Bondad, 21. janúar 1988 (35 ára); Sigurdur Gudjonsson f. 21. janúar 1990 (33 ára); Elía Folch, 21. janúar 1991 (32 ára – spilar á LET) Daníela Prorokova, 21. janúar 1993 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!); Magnús Þorri Sigmundsson, 21. janúar 1999 (24 ára) ….. og ……
Golf 1 óskar öllum afmæliskylfingum innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023