Afmæliskylfingar dagsins: Alma Rún, Eygló Myrra, Ólafía Þórunn – 15. október 2016
Afmæliskylfingar dagsins eru þrír – en þetta er einfaldlega afmælisdagur mikilla golfsnillinga.

Tveir af fmæliskylfingum dagsins 15. október 2016: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO.
Stórkylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO eiga einfaldlega þennan dag saman, sem og hin unga Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG. Atvinnukylfingurinn og Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013 og höggleik 2014 og 2016, Ólafía Þórunn er fædd 15. október í Reykjavík 1992 og því 24 ára í dag!!!
Eygló Myrra hins vegar fæddist 15. október 1991, í Óðinsvéum, Danmörku og er því 25 ára.
Báðar voru þær við nám í Bandaríkjunum: Eygló Myrra er útskrifuð frá University of San Francisco í Kaliforníu og Ólafía Þórunn frá Wake Forest í Norður-Karólínu. Báðar léku þær með golfliðum skóla sinna.
Sjá má viðtal Golf 1 við Eygló Myrru með því að SMELLA HÉR:
Sjá má viðtal Golf 1 við Ólafíu Þórunni með því að SMELLA HÉR:
Alma Rún Ragnarsdóttir er í GKG og hefir verið að gera góða hluti á Íslandsbankamótaröðinni í sumar. Hún er fædd 15. október 2001 og á því 15 ára afmæli í dag!
Komast má á facebook síður afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan:

Alma Rún Ragnarsdóttir – Innilega til hamingju með 15 ára afmælið!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir – Innilega til hamingju með 24 ára afmælið!

Eygló Myrra Óskarsdóttir – Innilega til hamingju með 25 ára afmælið!
Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Georgiana Millington Bishop f. 15. október 1898 – d. 1. september 1971; Earl Richard Stewart, Jr. (f. 15. október 1921 – d. 11. júlí 1990); Siggi Helgason, 15. október 1935 (81 árs); Ingibjörg Kristjánsdóttir, GK, 15. október 1957 (59 ára); Ove Bertil Sellberg, f. 15. október 1959 (57 ára); Þór Sigurðsson, GM, 15. október 1964 (52 ára); María Hjorth, 15. október 1973 (43 ára); Carl Richard Stanley Johnson, f. 15. október 1976 (40 ára merkisafmæli!!!); Jimin Jeong f. 15. október 1984 (32 ára); Kyu Jung Baek, frá S-Kóreu – vann fyrsta sigur sinn á LPGA á LPGA KEB – Hana Bank Championship á Ocean golfvelli, Sky 72 klúbbsins, í Incheon, S-Kóreu 19. október 2014, 15. október 1995 (21 árs) …. og …. Sigríður María Jónsdóttir, GO
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
