Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Al Geiberger, Manuel Piñero Sanchez og Breki Marinósson – 1. september 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír:Al Geiberger, Manuel Piñero Sanchez og Breki Marinósson.

Al Geiberger er fæddur 1. september 1937 og fagnar því 85 ára afmæli í dag. Hann er á mjög sérstakt met en hann er einn fárra sem spilað hafa á 59 höggum í móti á PGA Tour.

Manuel Piñero Sanchez er fæddur  1. september 1952 í Badajoz, á Spáni og á því 70 ára afmæli í dag.  Hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 1968 og á í beltinu 14 sigra sem atvinnumaður; 9 á Evróputúrnum og þar að auki7 aðra. Hann býr í Malaga á Spáni í dag.

Breki Marinósson er fæddur 1. september 1997 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Breka til þess að óska honum til hamingju með 25 ára stórafmælið hér að neðan

Breki Marinósson 25 ára – Innilega til hamingju!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:

Al Geiberger “Mr. 59”, 1. september 1937 (85 ára); Manuel Piñero Sanchez, 1. september 1952 (70 ára); Guðríður Vilbertsdóttir, 1. september 1954 (68 ára); Ragnar Ólafsson (landsliðseinvaldur), 1. september 1956 (66 ára); Ballettskóli Eddu Scheving (61 árs);  Else Marie & Elin Margrethe Skau, 1. september 1967 (55 ára); Friðrik K. Jónsson 1. september 1970 (52 ára); Örnólfur Kristinn Bergþórsson, 1. september 1975 (47 ára); Gítarskóli Ólafs Gauks, 1. september 1975 (47 ára); Alex Prugh, 1. september 1984 (38 ára); Matthew Fitzpatrick, 1. september 1994 (28 ára);  Breki Marinósson, 1. september 1997 (25 ára) … og …

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is