
Afmæliskylfingar dagsins: Agnes Ingadóttir, GKJ og Stefán Teitur Þórðarson, GL – 16. október 2011
Það eru þau Agnes Ingadóttir, GKJ og Stefán Teitur Þórðarson, GL, sem eiga sama afmælisdag, 16. október. Agnes er fædd 16. október 1965 á Akureyri, en Stefán Þórður 16. október 1998 á Akranesi og er því 13 ára í dag. Þetta er 3. sumar Agnesar í golfinu en hún er með 26,9 í forgjöf en Stefán Teitur hefir verið í golfi frá 8-9 ára aldri og er með 14,3 í forgjöf.
Afmæliskylfingarnir eiga a.m.k. eitt annað sameiginlegt en afmælisdaginn; þau fóru nefnilega bæði í fyrsta sinn á golfferlinum, holu í höggi í sumar; Stefán Teitur á móti Arionbankamótaraðar unglinga á 16. braut Hamarsvallar í Borgarnesi og Agnes á 1. braut Hlíðarvallar í Mosfellsbæ, á meistaramóti GKJ, 13. júlí í sumar.
Golf 1 óskar afmæliskylfingunum innilega til hamingju með afmælið!
Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Herdís Guðmundsdóttir, (f.16. október 1910-d.29.1.1997) Herdís var fyrsti íslenski kvenkylfingurinn, sem hlaut meistaratign í golfi. Hún var meistari Golfklúbbs Íslands, síðar GR, 1938, 1939, 1944, 1945 og 1948; Val Skinner, f. 16. október 1960 (51 árs) Kay Cockerill, f. 16. október 1964 (47 ára).
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022