Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2011 | 18:00

Afmæliskylfingar dagsins: Agnes Ingadóttir, GKJ og Stefán Teitur Þórðarson, GL – 16. október 2011

Það eru þau Agnes Ingadóttir, GKJ og Stefán Teitur Þórðarson, GL, sem eiga sama afmælisdag, 16. október.  Agnes er fædd 16. október 1965 á Akureyri, en Stefán Þórður 16. október 1998 á Akranesi og er því 13 ára í dag. Þetta er 3. sumar Agnesar í golfinu en hún er með 26,9 í forgjöf en Stefán Teitur hefir verið í golfi frá 8-9 ára aldri og er með 14,3 í forgjöf.

Afmæliskylfingarnir eiga a.m.k. eitt annað sameiginlegt en afmælisdaginn; þau fóru nefnilega bæði í fyrsta sinn á golfferlinum, holu í höggi í sumar; Stefán Teitur á móti Arionbankamótaraðar unglinga á 16. braut Hamarsvallar í Borgarnesi og Agnes á 1. braut Hlíðarvallar í Mosfellsbæ, á meistaramóti GKJ, 13. júlí í sumar.

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum innilega til hamingju með afmælið!

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Herdís Guðmundsdóttir, (f.16. október 1910-d.29.1.1997) Herdís var fyrsti íslenski kvenkylfingurinn, sem hlaut meistaratign í golfi. Hún var meistari Golfklúbbs Íslands, síðar GR, 1938, 1939, 1944, 1945 og 1948; Val Skinner, f. 16. október 1960 (51 árs) Kay Cockerill, f. 16. október 1964 (47 ára).