Ragnhildur Jónsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingar dagins: Ragnhildur Jónsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir —-– 28. september 2020

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Ragnhildur Jónsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir.

Ragnhildur er fædd 28. september 1940 og á því 80 ára merkisafmæli í dag. Ragnhildur er í Golfklúbbnum Keili (GK). Hún er gift Jóni Halldórs- syni og er móðir Úlfars Jónssonar „kylfingi sl. aldar“ og f.v. landsliðsþjálfara í golfi.

Komast má á facebook síðu Ragnhildar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan

Ragnhildur Jónsdóttir

Ragnhildur Jónsdóttir – 80 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, er fædd 28. september 2006 og á því 14 ára afmæli í dag. Hún er m.a. Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri telpna á Íslandsbankamótaröðinni 2018 og spilaði þá á „Mótaröð þeirra bestu) (þá Eimskipsmótaröðinni) út í Eyjum, þar sem hún var yngsti keppandinn eða 11 ára. Perla Sól sagði í viðtali það ár, að það hafi verið bróðir hennar, Dagbjartur, sem hafi dregið sig í golfið.

Árið 2019, aðeins 12 ára varð Perla Sól Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í stelpuflokki og sigraði í öllum mótum Íslandsbankamótaraðarinnar. Jafnframt varð hún T-17 í Íslandsmótinu í höggleik í kvennaflokki – aðeins 12 ára!!! Stórglæsilegur árangur Perlu Sól það ár!!!

…. Og árangurinn er ekkert síðri í ár. Perla Sól sigraði á ÖLLUM mótum Unglingamótaraðar GSÍ 2020 – er þ.a.l. bæði Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í sínum aldursflokki og auðvitað stigameistari GSÍ.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Perlu Sól til hamingju með afmælið

Perla Sól Sigurbrandsdóttir – 14 ára – Innilega til hamingju með afmælið!

Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margaret „Wiffi“ Smith 28. september 1936 (84 ára); Giuseppe Calì, 28. september 1952 (68 ára); Sigurjón Harðarson, 28. september 1952 (68 ára); Gustavo Rojas, 28. september 1967 (53 ára); Se Ri Pak, 28. september 1977 (43 ára); Kenneth Ferrie, 28. september 1978 (42 ára); Jean-Babtiste Gonnet, 28. september 1982 (38 ára); Jane Turner, 28. september 1989 (31 árs – skosk spilar á LET Access);  Óliver Leó Óliversson 28. september;  Sandy Crutchfield Daly, 28. september ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is