Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2019 | 16:00

Afmæliskyfingur dagsins: Joanne Mills – 18. desember 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Joanne Mills. Hún er fædd í Sydney, Ástralíu, 18. desember 1969 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Joanne gerðist atvinnumaður í golfi árið 1993. Hún spilaði á LET og spilaði og spilar enn á ALPG, þ.e. áströlsku LPGA. Hún hefir sigrað alls á 2 LET mótum og 7 ALPG mótum á ferli sínum. Besti árangur hennar á risamótum var T-6 árangur á Women´s PGA Championship árið 2003. Í dag býr Mills í Queanbeyan, Ástralíu.

Joanne Mills 50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Hubie Green, 18. desember 1946 (73 ára); Charles Christopher Rymer, 18. desember 1967 (52 ára); Páll Marcher Egonsson, 18. desember 1967 (52 ára);  DJ Trahan, 18. desember 1980 (39 ára); Shin Ae Ahn, 18. desember 1990 (29 ára); Katrin Erla Kjartansdottir og Dy Perished

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is