Donna Caponi-Byrnes
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2012 | 13:15

Afmæliskylfingur dagsins: Donna Caponi Byrnes – 29. janúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins í dag er Donna Caponi Byrnes.  Donna fæddist 29. janúar 1945 og er því 67 ára. Golf 1 hefir nýlega verið með kynningu á afmæliskylfingnum sem sjá má með því að smella hér: DONNA CAPONI BYRNES

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Jack Burke Jr., 29. janúar 1923 (89 ára) og  Yoshitaka Yamamoto, 29. janúar 1951 (61 árs).

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is