Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2012 | 12:30

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Snædís Sigmarsdóttir – 12. febrúar 2012

Það er Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Anna Snædís er fædd 12. febrúar 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag.

Anna Snædís Sigmarsdóttir. Mynd: Í eigu Önnu Snædísar.

Anna Snædís hefir á s.l. árum átt fast sæti meðal topp-40 (forgjafarlægstu) kvenkylfinga og er því í hópi bestu kylfinga landsins. Anna Snædís hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum og staðið sig frábærlega. Eftirminnilegur er t.d. sigur hennar á Siggu&Timo 2009, þegar hún stóð uppi sem sigurvegari eftir æsilegan bráðabana við þær Kristínu Péturs og Sólveigu Ágústs. Eins varð Anna Snædís efst í móti Visa og Vildarklúbbs kvenna 2006, þ.e. hlaut 44 punkta, sem er einstaklega glæsilegt í ljósi þess hversu forgjafarlág Anna Snædís er. Hér er aðeins eitt fátt talið.

Anna Snædís hefir átt sæti í kvennanefnd Golfklúbbsins Keilis.

Eins hefir afmæliskylfingurinn verið dugleg að sinna kaddýstörfum fyrir dóttur sína Önnu Sólveigu, sem spilaði á Arionbankamótaröð unglinga s.l. sumar.

Anna Snædís er listamaður og má sjá verk hennar með því að smella HÉR: 

Anna er gift Snorra Þórissyni og á 1 dóttur Önnu Sólveigu.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Desmond John Smyth, f. 12. febrúar 1953 (59 ára); Tadahiro Takayama, f. 12. febrúar 1978 (34 ára);  Shiv Kapur, 12. febrúar 1982 (30 ára).

  • F. 12. febrúar 1951 (61 árs)
    61 years old
  • F. 12. febrúar 1942 (70 ára stórafmæli!)
    Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

    Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is