Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2015 | 12:30

Af hverju hætti Anthony Kim í keppnisgolfi?

Þergar Anthony Kim kom fram á golfsviðið árið 2007 var álitið að hann væri einn af albestu kylfingunum á PGA Tour.

Hann sigraði tvívegis á PGA Tour og var í síðasta sigurliði Bandaríkjanna í Ryder Cup 2008.

En síðan fór eitthvað á verri veg hjá Kim, án þess að fólk áttaði sig almennilega á því hvað það væri.

Sögusagnir um mikið partý-og stóðlífi fylgdu honum og síðan eftir aðeins þátttöku í 10 mótum árið 2012, hvarf Kim af PGA Tour og úr kastljósi fjölmiðla og þar með almennings.

Nú 3 árum eftir að þetta gerðist heyrast fyrstu lífsmörk frá Kim og gaf hann m.a. einum fréttamiðlinum viðtal við sig en það hefir ekki gerst í áraraðir nú.

Í viðtalinu talar Kim um meiðsl sín og að „golf sé kær minning“ í huga sér og bætir við að hann muni ekki gera tilraunir til að snúa aftur fyrr en hann sé fullkomlega búinn að ná sér.

En ég hef verið að horfa meira og meira (á golf). Ég sakna keppninnar svolítið. Að horfa á þessa ungu stráka eins og Jordan Spieth er að færa mig aftur að tækinu.“

En er það nóg til þess að hann fari sjálfur aftur að spila?

Ekki enn. Kannski aldrei aftur.

Þetta er það sem ég segi í dag.  Ég ætla að halda mér frá leiknum í svolítinn tíma og klastra líkama mínum saman aftur. Í stað þess að fara frá ökklmeiðslum og á 180 mílur/klst án þess að laga vandann …. Ég á eftir að ná svo miklu upp eftir meiðslin –  meiðsli í öxl (ens. rotator cuff);  mjaðmar meiðsl (ens. labrum); mænunni (aðgerð sem Kim gekkst undir nefnist spinal fusion á ensku) og handarmeiðsl.  Ég (Anthony Kim) hef gengist undir 6-7 uppskurði á síðusta 3 1/2 ári.“