Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2016 | 07:15

Af hverju er Paul Casey ekki í Ryder liði Clarke?

Paul Casey virðist vera í fantaformi þessa dagana og sjóðandi heitur á golfvellinum.

Það sást núna síðast í Deutsche Bank Championship um helgina, þar sem Casey landaði 2. sætinu.

Hann hefir mikla reynslu af spili í Bandaríkjunum, hefir sigrað 1 sinni á PGA Tour og 13 sinnum á Evrópumótaröðinni og verið í 3 evrópskum Ryder liðum (þar af 2 vinningsliðum) og spurningin sem vaknar hlýtur að vera: Af hverju er hann ekki í Ryder liði Evrópu?

Stutta svarið við þeirri spurningu er að Casey er ekki að spila á Evrópumótaröðinni – hann hefir ekki keppnisrétt þar.

Casey spilar aðallega á PGA Tour og hefir auk þess ekkert sérlega sóst eftir komast í Ryders liðið.

Hann á vegna dagskrár sinnar erfitt með að spila þau 5 mót sem krafist er að spiluð séu á Evrópumótaröðinni … en ekki aðeins vegna hennar heldur er hann kvæntur Pollyönnu Woodward og á ungan son og vill fremur verja takmörkuðum frítíma sínum með þeim heldur en að taka þátt í Rydernum.