Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2019 | 17:00

Af hverju 59 högg David Duval eru e.t.v. þau bestu á PGA Tour af þeim, sem hafa brotið 60

Það var David Duval, sem sigraði á Desert Classic fyrir 20 árum þ.e. 1999.

Skv. tölfræði sem þróuð hefir verið af PGA Tour frá þeim tíma til að mæla pútt, þá gæti skor hans auðveldlega hafa verið lægra … um nokkur högg!!!

59 hringur Duval er vafalaust einn mesti yfirburðarhringur undir 60 á PGA Tour.

Hringur Duval upp á 59 högg er sá 3. í sögu slíks höggafjölda á PGA Tour og hann er aðeins annar af tveimur þar sem 59 höggin komu á lokahring.

Duval, sem er frá Jacksonville Flórída, þurfti á hverju höggi að halda til þess að hafa betur gegn Steve Pate og hann lauk glæsihring sínum upp á 59 högg með því að setja niður 2 metra arnarpútt á par-5 18. holunni.

Duval lauk keppni á Desert Classic á samtals 26 undir pari. PGA Tour reiknaði út „strokes gained“ þ.e. unnin högg hvað pútt snertir fyrir 8 af þeim 10, sem hafa átt skor undir 60 (ekki var hægt að reikna þetta út fyrir 59 hring Al Geilberger 1977 né Chip Beck 1991).  1,97 pútt sem Duval ávann sér var lang lægst.  Paul Goydos var með 8.15 áunnin högg á 59 hring sínum á John Deere Classic 2010 og hinir kylfingarnir voru allir með „strokes gained putting“ með  3.31 eða meira.

Duval missti fuglapútt af 12, 15 og 20 feta færi  (þ.e. 4, 5 og u.þ.b. 7 metra færi) þennan dag.  Duval er og einn af 3 kylfingum, sem þurfti ekki að setja niður á síðustu (Beck og Stuart Appleby voru hinir tveir) og fugla og arnarpútt Duval voru öll af 3 metra eða styttra færi.

Duval var á réttum höggfjölda á öllum flötum nema einni og á braut í öllum tilvikum nema tveimur.

15 Aðhögg hans voru öll innan við 5 metra og 12 af aðhöggum hans voru slegin með 8- 9- eða fleyg- járnum.

Annað afmæli Episcopal stúdentsins (David Duval) er á uppleið – 20 ára afmæli sigurs hans á The Players meistaramótinu, sem oft er nefnt 5. risamótið. Eftir 1997 keppnistímabilið hafði Duval sankað að  sér 11 sigrum í þeim 34 mótum, sem hann hafði þá spilað í á PGA Tour.

Eftirfarandi kylfingar hafa átt hringi undir 60 í móti á PGA Tour:

1 Al Geiberger, á 2. hring Memphis Classic 1977, 13-undir pari, 59 högg (29-30).

2 Chip Beck, 3. hringur Las Vegas Invitational 1991, 13-undir pari, 59 högg  (30-29).

3. David Duval, lokahringur Bob Hope Classic 1999, 13-undir pari, 59 högg (30-29).

4. Paul Goydos, 2. hringur á John Deere Classic 2010, 12-undir pari, 59 högg (31-28).

5. Stuart Appleby, lokarhringur Greenbrier Classic 2010, 11-undir pari, 59 högg (28-31).

6. Jim Furyk, 2. hringur  BMW Championship 2013, 12-undir pari, 59 högg (31-28).

7.  Justin Thomas,1. hringur á Sony Open í Hawaii 2013, 11-undir pari, 59 högg (30-29).

8. Adam Hadwin, 3. hringur á CareerBuilder Challenge 2017, 13-undir pari,  59 högg (29-30).

9. Brandt Snedeker, 1. hringur Wyndham Championship 2017, 11-undir pari, 59 högg (32-27).