Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2012 | 19:52

Af afskiptaleysi Tiger af fjölskyldu sinni

Svo virðist að Tiger Woods sé ekki sérlega góður í að halda sambandi við fjölskyldu sína. Reyndar gengur nýleg grein út á að hann forðist veikan hálf-bróður sinn. (Sjá grein ESPN fréttamannsins Rick Reilly en þar er lýsing á litlu sambandi Tiger við fjölskyldu sína, sérstaklega bróður sinn Kevin, sem er atvinnulaus og á, á hættu að missa heimili sitt meðan hann er MS-sjúklingur.)  Systir Tiger, Royce, sem var mjög náin honum meðan hann var í Stanford (og eldaði m.a.s. fyrir hann og þvoði þvott af honum) hefir ekki talað við hann frá því að pabbi þeirra dó.

„Ég myndi búa í hreysi“ sagði Royce við fréttamann Golf Digest, Tom Callahan í bók hans His Father’s Son, sem kom út 2010 „já, hreint og beint hreysi, ef ég gæti fengið sambandið við bróður minn aftur.”

Tiger og Earl Jr., Kevin og Royce eru samfeðra. Royce, sem er yngst er 17 árum eldri en Tiger. Móðir Earl, Kevin og Royce, Barbara Gary var gift Earl Woods áður en hann kvæntist móður Tiger, Kultidu.

Síðasta skiptið, sem þau töluðu við Tiger var við jarðaför föður þeirra fyrir 6 árum, segir Royce. Símhringingum og skilaboðum er ekki svarað. Í greininni segir frá Kevin, sem er mikill aðdáandi yngra hálfbróður síns og vill bara tala við hann.

Gary segir: „Ég er mjög vonsvikinn af Tiger. Áður en hann varð frægur þá vorum við í miklu sambandi. „Tiger er í sambandi við frænku sína, Cheyenne Woods, sem er í liði Wake Forest. Hún er dóttir Earl Jr. og varði hún hluta af þakkargjörðarhátíðinni s.l. nóvember með Tiger skv. greininni.

„Mig myndi langa til að slá Tiger til að vekja hann,” segir Earl Jr. „Ég vil segja við hann að hann eigi ekki að koma að banka á dyr mínar ef hann skyldi þurfa beinmerg vegna beinmergsflutningar.  Sjáið bara viðbragðsleysið af hans hálfu. Kannski ef maður lifir í hans heimi sér maður ekki hvað fólk gengur í gegnum. En í alvöru talað? Vandamál með hnéð? Það er ekkert miðað við það sem Kevin gengur í gegnum. Ekkert.”

Heimild: Golf Digest