Adam Scott
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2012 | 15:45

Adam Scott verður með á Opna ástralska

Nr. 9 á heimslistanum, Adam Scott frá Ástralíu hefir gefið út að hann verði með á Opna ástralska, sem fram fer á golfvelli The Lakes GC, 6.-9. desember n.k.  Hann sigraði í mótinu 2009 og ætlar að reyna að ljúka árinu með sigri, en honum hefir ekki tekist að landa sigri í ár.

Sigurvegari mótsins frá því í fyrra, Greg Chalmers, verður að sjálfsögðu  með og freistar þess að verja titilinn.

Eins taka Tom Watson og Geoff Ogilvy þátt. Ogilvy sigraði í mótinu 2010 og Watson 1984.