Adam Scott sleppir heimsmótunum 2019
Kynþokkafyllsti kylfingur allra tíma, ástralski kylfingurinn Adam Scott, hefir tilkynnt að hann ætli sér ekki að spila í neinu af þeim 3 heimsmótum, sem eftir eru á PGA Tour keppnistímabilinu.
Keppnisskrá PGA Tour var birt fyrir 2019 árið og átti hún að vera hentugri upp á risamótin að gera, en hvað önnur mót snertir þá standa kylfingar sem eru í lúxus sporum Scott fyrir erfiðu vali.
Það er ekki óálgengt að kylfingar sleppi einu og einu heimsmóti, en öllum 3?
„Í lokin fór ég bara auðveldustu leiðina og hugsaði með mér að ég ætlaði bara að spila í þeim (mótum) sem mér líkar og þeim sem skynsamt er að spila í,“ sagði fyrrum nr. 1 á heimslistanum (Scott) fyrr í morgun í Hawaii.
„Allt sem er óþægilegt, hvort heldur það er stórt mót eða ekki – ég veit ekki hvernig skilgreiningin á stóru móti ætti að vera – en í augnablikinu er ég ekki skráður í neitt heimsmótanna, vegna þess að þau eru í vikum sem eru óhentugar fyrir mig.“
Scott sem sigraði á The Masters 2013, lauk keppni T-18 á WGC-HSBC Champions heimsmótinu í október í fyrra, en eftir það fór hann í langt frí og hann keppti ekki heldur heima fyrir í Ástralíu eins og hann hefir oftsinnis gert.
Hann segist ekki hafa snert kylfu í 6 vikur, sem er e.t.v. það lengsta frá því hann gerðist atvinnumaður.
Næsta heimsmót er í Mexíkó seint í febrúar n.k., en það er stuttu eftir Genesis Open í Riviera Country Club, sem er einn af uppáhaldsgolfstöðum Scott. WGC-Dell Technologies Match Play, heimsmótið í holukeppni er síðan 2 vikum fyrir Masters risamótið og WGC-FedEx St. Jude Invitational, er viku eftir Opna breska, sem nú fer fram á N-Íralndi.
Scott, sem orðinn er 38 ára segir að hann ætli að einbeita sér að risamótunum; heimsmót séu ágæt en þau komi ekki nálægt risamótunum.
„Ég vil gjarnan trúa því að mestu afrek mín eigi eftir að koma. Það verður ekki hjá því litið … fyrir mig er það að sigra í risamótum. Það er mælikvarðinn á árangri í íþrótt okkar (golfinu).„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
