Adam Scott með fjórfaldan skolla á Players
Golf getur verið grimm íþrótt.
Það fékk einn kynþokkafyllsti karlkylfingur allra tíma, Adam Scott, að reyna á 1. hring Players Championship í gær.
Hann spilaði seinni 9 á TPC Sawgrass fyrst og lenti í þvílíkum vandræðum á par-4 18. brautinni, sem er 456 yarda/ 416 metra.
Þegar hann kom að 18. braut (9. braut hans á hringnum) var hann í ágætis málum og á samtals 1 undir pari.
Síðan setti hann dræv sín tvívegis í vatnið og var þar með kominn með 4 högg; þurfti síðan 2 önnur högg: 3. drævið/fimmta högg hans var 297 yarda/271 metra; aðhöggið (6. höggið) var 150 yarda/137 metra og síðan tvípúttaði hann, niðurstaðan: snjókerling 8 júmbóhögg á eina holu og Scott lauk fyrri 9 á 3 yfir pari.
Til að bæta gráu ofan í svart kom ausandi rigning, sem varði í 4 klukkustundir eftir þessi skemmtilegheit og Scott hefir því þurft að díla við skollaskrattann allan tímann í hausnum í sér, sem hefir eflaust ekki verið skemmtilegt.
Þetta er í 2. sinn á 6 árum, sem Scott fær fjórfaldan skolla og það á þessari braut – þessi 18. braut á TPC Sawgrass er einfaldlega ekki braut Scotts!!!
Já, en þetta er sami maður og sigraði á Players 2004 – en, eins og sagði í upphafi: golfið getur verið grimmt.
Adam Scott lék 1. hring á heilum 78 höggum og er í einu af neðstu sætunum á Players.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
