Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2015 | 13:30

Adam Scott leitar að nýjum kaddý

Ástralski kylfingurinn Adam Scott er í stöðugri leit að nýjum kylfusveini.

Síðan samstarfi Scott við Steve Williams lauk, hefir bara hvorki gengið né rekið hjá honum.

Hann byrjaði árið með Mike Kerr frá Suður-Afríku á pokanum, en Scott líkaði ekki samstarfið og fékk Williams til að vera á pokanum hjá sér í risamótunum 4, þetta árið.

Því fyrirkomulagi lauk í PGA Championship þegar Scott komst ekki einu sinni í gegnum niðurskurð eftir hringi upp á 75 og 76.

Adam Scott var nr. 1 á heimslistanum meðan Willams var í fullu starfi hjá honum en nú er hann ekki einu sinni meðal topp-10 kylfinga í heiminum; þó hann sé enn býsna ofarlega þ.e. í 12. sætinu.

Og nú er hann með fyrrum þjálfara sinn Brad Malone á pokanum í Wyndham Championship og er þannig að stæla Jason Day, sem líka er með Colin Swatton, þjálfara sinn frá því hann byrjaði fyrst í golfi, á pokanum.

Ég er ekki einu sinni með plan fyrir hver verður kaddý hjá mér í næstu viku,“ sagði Scott.

Ég er með 10 gæja á lista hjá mér en við erum enn í keppnistímabilinu og það er erfitt að ráða nýjan kaddý.“

Scott veit e.t.v. meira um mikilvægi þess að vera með góða kaddý eftir að vera búinn að vera með Williams sér við hlið í stress aðstæðunum, sem fylgdu því að ljúka 77 ára Masters álögum sem hvílt höfðu á áströlskum kylfingum.

Þegar allt er „í sínki“ með góðan kaddý þá spara þeir manni högg, þannig að góður kaddý er mjög mikilvægur, en það getur líka allt farið á hinn veginn,“ sagði Scott.

Þetta er mjög erfitt þar sem manni verður að koma vel saman við viðkomandi kaddý og maður verður virkilega að skilja hvorn annan og allt verður að vera „í sínki“ þannig að báðir vinni saman sem ein heild.