Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2012 | 20:55

Adam Scott leiðir með 64 högg eftir 1. dag Opna breska

Það er Ástralinn Adam Scott, sem  er í efsta sæti á Opna breska, eftir fyrsta dag á Royal Lytham & St Annes golfvellinum í Lancashire, á Englandi. Hann tók snemma í dag forystuna á 6 undir pari, 64 höggum, var með 2 skolla og 8 fugla á skorkortinu og jafnaði þar með vallamet á vellinm.

Paul Lawrie frá Skotlandi, John Deere Classic sigurvegarinn Zach Johnson, frá Bandaríkjunum og Nicholas Colsaerts, frá Belgíu deila með sér 2. sætinu, en allir léku þeir á 5 undir pari,  65 höggum.

Einn í 5. sæti er Farmers Insurance og Heritage sigurvegarinn Brandt Snedeker, á 4 undir pari, 66 höggum.

Graeme McDowellErnie ElsRory McIlroy,Muto Toshinori, Bubba Watson og Tiger Woods, eru síðan jafnir í 6. sæti á 3 undir pari, 67 höggum.

Margir góðir voru á hinum enda skortöflunnar m.a. Michael Hoey, sem er í síðasta sætinu á 9 yfir pari (79) , Robert Rock spilaði á 8 yfir pari (78), aumingja Martin Kaymer, sem var að gera sér vonir um sigur komst að því að það er betra að þekkja golfvelli sem maður spilar á hyggist maður sigra á þeim, en hann sagði í nýlegu viðtali hér á Golf 1 að hann hefði aldrei komið á Lytham. Reynslan nú er ekki góð; en hann skilaði sér í hús á 7 yfir pari (77).

Aðrir sem ekkert virtist falla með í dag voru sá sem á titil að verja Darren Clarke frá Norður-Írlandi (76); Robert Allenby frá Ástralíu (75) og heimamaðurinn Justin Rose (74).

Til þes að sjá stöðuna eftir 1. dag Opna breska SMELLIÐ HÉR: