Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2014 | 07:00

Adam Scott í 8. sæti fyrir lokahring Australian Masters

Nr. 2 á heimslistanum, Adam Scott, sem á titil að verja í Australian Masters er nú kominn upp í 8. sætið eftir fremur slaka byrjun á Sandbeltisvellinum, Metropolitan í Melbourne, Ástralíu. Því sæti deilir hann reyndar með 7 öðrum.

Scott er nú samtals búinn að spila á  4 undir pari,  212 höggum (73 68 71) og er 4 höggum á eftir forystumanni 3. dags, landa sínum Paul Sprago, en Sprago hefir spilað á samtals 8 undir pari, 208 höggum (70 67 71)

Í 2. sæti er Michael Wright á samtals 7 undir pari og þriðja sætinu deila 3 kylfingar: áhugamaðurinn Lucas Herbert, Nick Cullen og James Nitties; allir á samtals 6 undir pari, hver.

Sjötta sætinu deila síðan Geoff Ogilvy og Josh Younger á 5 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna á Australian Masters að öðru leyti eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: