Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2016 | 09:00

Adam Scott gagnrýndur f. að sleppa Ólympíuleikum

Árum saman hefir Ástralinn Adam Scott verið brunnur vonar fyrir þjóð sem þráð hefir nýja golfhetju á borð við Greg Norman.

Þrátt fyrir alla pressuna og auknar væntingar hefir Scott aldrei misst cool-ið eða taugarnar og hefir verið fulltrúi þjóðar sinnar með klassa og þokka.  Alls staðar í Forsetabikarnum og í öllum risamótum hefir Scott verið fulltrúi Ástralíu.

Þegar Scott vann Masters öskraði hinn venjulega stóíski Scott ‘C’mon Aussie’ eftir að hann sökkti úrslitapúttinu á 72. holu árið 2013.

Svo þegar hann fór í græna jakkann geislaði sólin á hann og þjóð hans ….. Ástali.

Nú hafa sumir landa hans snúið baki við honum og hann er gagnrýndur harðlega fyrir að sleppa Ólympíuleikunum í Ríó.

Hvort heldur það er nú vegna hinnar erilsömu dagskrár fyrir Ólympíuleikana, mikil ferðalög, tíma frá fjölskyldu, Zika vírusinn eða pólitískan óstöðugleika í Brasilíu, þá munu eftirfarandi ekki taka þátt á leikunum: Scott, Vijay Singh, Miguel Angel Jimenez, Charl Schwartzel, Marc Leishman og Louis Oosthuizen.