Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2013 | 09:30

Adam Scott efstur í hálfleik

Adam Scott er efstur á  Australian PGA Championship styrkt af Coca-Cola, eftir 2. mótsdag, þ.e. nú þegar mótið er hálfnað.

Leikið er RACV Royal Pines golfstaðnum á Gullströndinni (ens. Gold Coast).

Scott er samtals á 10 undir pari, 132 höggum (65 67). Í 2. sæti 2 höggum á eftir Scott er landi hans David McKenzie á samtals 8 undir pari, 134 höggum (65 69).

Í 3. sæti er forystumaður gærdagsins Rickie Fowler, en hann deilir sætinu með 2 heimamönnum: Garreth Paddison og Nathan Green, en allir hafa þeir leikið á 7 undir pari, 135 höggum.

Sjá má stöðuna eftir 2. dag PGA Australia með því að SMELLA HÉR: