Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2015 | 17:00

Adam Scott ætlar ekki að taka þátt í Ólympíuleikunum

Þetta eru slæmar fréttir fyrir ástralskt golf.

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Adam Scott, hefir gefið út að hann ætli sér ekki að taka þátt í Ólympíuleikunum í Brasilíu 2016, þegar golf verður að nýju meðal keppnisgreina, í fyrsta sinn allt frá því á leikunum 1904 í St. Louis.

Scott er 2. hæst rankaði kylfingur Ástralíu á heimslistanum, á eftir Jason Day sem er nr. 2 á heimslistanum.

Þetta er ekki í forgangi á dagskrá minni á næsta ári og ég mun enn haga dagskrá minni í kringum risamótin,“ sagði Scott við blaðamenn í Ástralíu fyrr í dag.

Þegar ég lít á dagskrá mína myndi reyndar líta vel út að taka frí þarna (þegar Olympíuleikarnir fara fram).“

Ég er ekki að gera lítið úr Ólympíuleikunum ég er bara ekki viss um að þeir hafi náð forminu og þeir gætu hafa misst af tækifærinu að gera sérstaka hluti fyrir golfið.“

Ég myndi gjarnan vilja hafa séð þetta frumlegra en bara 72-holu höggleiksleik,“ sagði Scott, loks.