Adam Scott ætlar ekki að reka Williams
Ástralski kylfingurinn Adam Scott stendur sem klettur við hlið kylfubera síns, Steve Williams, þegar golfheimurinn var viss um að hann myndi reka hann eftir síðustu ummæli Williams um fyrrum vinnuveitanda sinn, Tiger Woods.
Á Annual Caddy Awards dinner í Kína í gær fór Steve Williams upp á svið til þess að taka við verðlaunum fyrir „bestu fagnaðarlæti keppnistímabilsins“ (ens. season´s best celebration) eftir sigur Adam Scott á Bridgestone Invitational. Aðspurður hvers vegna hann hefði fagnað svo innilega sagði Willims um Tiger: „Markmið mitt var að troða þessu beint upp í þetta svarta rassgat“ (ens.: „It was my aim to shove it right up that black arsehole.“)
Ummælin voru látin falla í einkasamkvæmi þar sem voru nokkrir fjölmiðlafulltrúar og þetta mál virtist líklegt til að varpa skugga á HSBC Champions í Shanghai, sem er síðasta heimsmót þessa keppnistímabils.
Hvað sem öðru leið eftir að hafa hugsað málið, kom Williams með skýra afsökunarbeiðni til Woods í dag áður en hann fór á pokann hjá Scott á 3. hringnum í Sheshan International Club.
Eftir að hafa náð árangri upp á 69 högg á 3. hring, sem skilaði Scott 3. sætinu, 3 höggum á eftir forystunni í mótinu, Svíanum Fredrik Jacobson, þá er Adam Scott hikandi að segja Williams upp.
Á blaðamannafundi eftir hringinn hafði Adam Scott m.a. eftirfarandi að segja um málið:
„Steve kom með fréttatilkynningju, baðst afsökunar og gerði það rétta í stöðunni. Það er allt sem ég hef um málið að segja frá minni hlið. Hann gerði rétt og þetta er ekkert atriði fyrir mér. Ég er ósammála því að það ætti að reka hann. Ég held að allt í salnum í gær hafi verið á léttu nótunum og skemmtun og ég held að sumt hafi verið slitið úr samhengi. Sjáið nú til allt sem hefir með Tiger að gera er fréttnæmt, en ég met framlag Steve til leiks míns og meðan hann er kylfuberi þá vona ég að hann sé kylfuberinn minn.“
Adam Scott neitaði líka að taka undir að líta mætti á Steve Williams sem kynþáttahatara, en hann bætti við:„Ég held að við vitum öll að svo er ekki raunin.“
Williams sleppur líka við refsingu International Federation of PGA Tours, sem skipulagði mótið.
Fréttafulltrúi samtakanna Michele Mair sagði: „Þetta var einkasamkvæmi. Það mun ekki verið frekar rætt um þessi ummæli.“
Fyrrum talsmaður og umboðsmaður Tiger, Mark Steinberg virtist líka vilja jarða málið fljótt
„Ég var með Tiger í gær þegar hann heyrði fréttirnar. Við fengum fjölda símhringinga frá fólki, sem virtist vera að yfirgefa kaddýveisluna,“ sagði hann.
„Tiger var auðgljóslega ekki á staðnum. Hann veit ekki nákvæmlega hvað var sagt. En ef sá fjöldi framburða, sem allir virðast vera réttir eru sannir þá er bara sorglegt að svona sé komið.
„Þetta eru eftirsjárverð ummæli og það er í raun ekkert sem Tiger getur gert eða sagt. Hann ætlar bara að halda áfram.“
Williams var kylfusveinn Tiger á árunum 1999-2011, þegar Bandaríkjamaðurinn (Tiger) vann 13 af 14 risamótstitlum sínum með Ný-Sjálendinginn á pokanum.
Heimild: stuff.co.nz
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024