Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2015 | 10:15

Adam Scott á 77!!!

Adam Scott er næstum búinn að gera vonir sínar um að sigra á Australian Masters að engu.

Hann lék 3. hring á 77 höggum og er fallinn niður í 11. sætið, sem hann deilir með 5 öðrum.

Scott hóf leik í dag, þ.e. á 3. hring á 8 undir pari og í forystu í mótinu, en lék eins og segir á 6 yfir pari, 77 höggum, þar sem hann fékk m.a. 2 skolla á síðustu 2 holurnar.   Hann hóf leik í mótinu hins vegar glæsilega þ.e. á 64 höggum.

Scott er nú 5 höggum á eftir forystumanninum Matthew Miller frá Canberra.

Til þess að sjá stöðuna á Australian Masters SMELLIÐ HÉR: