Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2011 | 14:00

Adam Hunter lést úr hvítblæði

Hinn leiðandi skoski golfþjálfari, Adam Hunter dó úr hvítblæði aðeins 48 að aldri, s.l. föstudag í Beatson Centre í Glasgow. Adam greindist með sjúkdóminn fyrir 2 árum.  Það var Adam, sem var þjálfari Paul Lawrie, þegar sá vann Opna breska 1999.  Adam var m.a. í 6 ár þjálfari hjá Scottish Academy og var að hlutastarfi aðalþjálfari skoska landsliðsins undir 16 ára.

Douglas Connon hjá skoska golfsambandinu sagði m.a.: „Ótímabær dauði Adams skilur eftir sig stórt skarð í golfþjálfun. Adam var hreinn og beinn og fyrirmynd öllum hvernig hann varði lífi sínu. Ég er sorgmæddur þar sem hann var vinur minn. Allar hugsanir okkar eru með yndislegri og góðri eiginkonu hans Caroline og fjölskyldu hans.”

Meðal skoskra kylfinga á Evróputúrnum sem Adam þjálfaði voru Stephen Gallacher, Alastair Forsyth, Garry Orr og Catriona Matthew.

Sjálfur var Adam atvinnumaður í golfi, frá 1984 og sigraði 5 sinnum á ferli sínum; vann m.a. 1 sigur á Evróputúrnum: Opna portúgalska 1995.