
Aðalfundur GHG: Rúm 400.000 króna rekstrarhagnaður 2011 – Erlingur Arthúrsson áfram formaður
Aðalfundur GHG var haldinn í golfskálanum í Gufudal síðastliðinn fimmtudag, þ.e. 8. desember 2011. Eftirfarandi er fundargerð aðalfundar ásamt rekstrarreikningi, sem gefur að finna á heimasíðu GHG, þ.e. www.ghg.is:
„Mæting var með allra besta móti eða yfir 30 manns. Fundarstjóri var kosinn Kristinn Kristjánsson og var farið yfir lögbundin
aðalfundarstörf.
Erlingur formaður gaf skýrslu stjórnar og fór yfir ágætt starfsár.
Kristinn fráfarandi gjaldkeri skýrði reikninga. Árið endaði með rúmlega 400 þúsund króna hagnaði
eftir afskriftir og fjármagnsgjöld. Hér á eftir er rekstrarreikningurinn sýndur.
Þá voru árgjöld ákveðin 49.000 fyrir einstaklinga, 75.000 fyrir hjón og 27.000 fyrir eldri borgara og
námsmenn. Önnur gjöld haldast óbreytt.
Rekstraráætlun næsta árs gerir ráð fyrir svipaðri afkomu.
Skuldir lækkuðu áfram og gera áætlanir einnig ráð fyrir því að það haldi áfram.
Gerðar voru breytingar á lögum er varðar kosningu til stjórnar.
Kosið var um 3 stjórnarmenn til 2. ára og 1 til eins árs.
Til 2. ára voru kosin: Páll Sveinsson endurkjörinn
Ásta Björg Ásgeirsdóttir ný í stjórn
Sigurður Hlíðar Dagbjartsson nýr í stjórn
Til eins árs var kosinn Steindór Gestsson en hann kom inn sem varamaður fyrir Eyjólf Gestsson á árinu
2011. Úr stjórn gengu Kristinn Daníelsson og Sæmundur Sigurðsson.
Þorsteinn Ómarsson, Össur Friðgeirsson og Harpa Rós Björgvinsdóttir voru kosin varamenn til eins árs
og skoðunarmenn kosnir Auðun Guðjónsson og Guðmundur Guðjónsson og og til vara Sigurjón
Skúlason.
Þá voru eftirfarandi félagsmönnum vettar viðukenningar:
– Guðjón Helgi Auðunsson mesta forgjafarlækkun 14.5
– Jón Bjarni Sigurðsson – Heiðarleiki, iðni og ástundun í Barna- og unglingastarfi
– Harpa Rós Björgvinsdóttir – Holukeppni kvenna
Undir önnur mál var m.a. eftirfarandi rætt.
– Sigurjón Skúlason ætlar að koma gömlum ljósmyndum á stjórn.
– Hafsteinn Hafsteinsson, eldri, tilkynnti að hann gæfi GHG alla verðlaunabikara sína.
– Sigrún Arndal, formaður kvennanefndar, sagði frá starfi ársins.
– Páll Sveinsson, formaður barna- og unglinganefndar, sagði frá starfi ársins.
– Erlingur segir frá hugmyndum um afmælisnefnd, GHG verður 20 ára 2013. Kristinn Kristjáns, Jón
Eggerts., Guðmundur Jónsson, Erlingur Arthúrsson og Ásgeir Ásgeirsson skipa afmælisnefnd.
– Erlingur segir frá hugmyndum vallarnefndar um breytingar á vellinum. Stefnt að fylla skurðina á 3.
braut í vor. Einnig lögð til breyting á 1. braut, teigar færðir til suð-austurs.
– Kristinn Daníelsson þakkaði fyrir samstarfið sem stjórnarmaður, segist hlakka til starfs sem
framkvæmdastjóri klúbbsins. Þakkaði Auðunni Guðjónssyni fyrir aðstoð við ársreikninginn.
Hér má sjá rekstrarreikning GHG:
2011 Rekstrartekjur
Félagsgjöld …………………………………………………………. 4.599.300
Flatarfé ………………………………………………………………..7.450.865
Mótatekjur …………………………………………………………… 3.041.192
Vörusala skála …………………………………………………….. 5.804.157
Þjónustusamningar …………………………………………….. 5.333.330
Aðrar tekjur ………………………………………………………….. 8.354.045
34.582.889
Rekstrargjöld
Laun og launatengd gjöld …………………………………… 18.315.906
Vörunotkun ………………………………………………………….. 3.601.371
Stjórnunarkostnaður ……………………………………………. 818.340
Annar rekstrarkostnaður ……………………………………… 8.938.016
Afskriftir ……………………………………………………………… 1.961.876
33.635.509
Rekstrarhagnaður ………………………… …………………….. 947.380
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)
Vaxtatekjur …………………………………………………………… 39.526
Vaxtagjöld og verðbætur …………………………………….. (577.998)
(538.472)
Hagnaður ársins …………………………………………………… 408.908 „
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024