Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2014 | 10:00

GA: Snorri og Kristján Benedikt sigruðu á Verslunarmannahelgarbombunni

Á laugardaginn 2. ágúst fór fram VerslunarmannahelgarBOMBAN í boði Samsung, Greifans, Vídalín veitinga og Vodafone á Jaðrinum á Akureyri.

Þátttakendur voru 188.

Um var að ræða Texas scramble með fjölda glæsilegra vinninga.

Lokaúrslit voru eftirfarandi:

1. sæti – Alka Seltzer, (Kristján Benedikt Sveinsson og Snorri Bergþórsson) GA, 61 högg, með 31 á seinni. Sigurvegararnir hlutu Samsung Galaxy tab2 spjaldtölvu + 10 þúsund króna gjafabréf frá Greifanum, hvor fyrir 6 fugla og 12 pör!

2. sæti –ATS (Fylkir Þór Guðmundsson og Matthea Sigurðardóttir) GÓ, 61 högg, með 32 á seinni. Sigurvegararnir hlutu snjallsíma frá Vodafone + 10 þúsund króna gjafabréf frá Greifanum, hvort.

3. sæti – Þrír, (Eiður Stefánsson og Sigurður Samúelsson) GA, 63 högg. Sigurvegararnir hlutuVokey Wedge + 10 þúsund króna gjafabréf frá Greifanum, hvor.

4. sæti – Team amino, (Jóna Sigríður Halldórsdóttir GR og Magnús Magnússon GKG), 64 högg, betri á seinni eða 30 högg. Sigurvegararnir hlutu Cleveland pútter + 10 þúsund króna gjafabréf frá Greifanum, hvort.

5. sæti – Bimmarnir, (Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og Aðalsteinn Þorláksson) GA, 64 högg, 31 á seinni. Sigurvegararnir hlutu Footjoy polo bol + 10 þúsund króna gjafabréf frá Greifanum, hvort.

 NÁNDARVERÐLAUN

Fyrir það afrek að vera næstur holu voru veitt 7500 króna úttekt á Bautanum.  Eftirfarandi hlutu nándarverðlaun:

Næstur holu á 4. braut

Reimar Helgason GA – 1,02 m

Næstur holu á 6. Braut

Eiður Stefánsson GA- 2,13 m

Næstur holu á 11. Braut

Hákon Harðarsson GR – 1,13 m

Næstur holu á 14. Braut

Eyþór Hrafnar Ketilsson GA- 2,04 m

Næstur holu á 18. Braut

Steinmar H. Rögnvaldsson GA – 1,50 m

Lengsta teighögg á 15. braut

Fylkir Þór Guðmundsson