GÍ: Chatchai á besta skorinu í Mýrarboltamótinu!
Drullaðu þér Vestur er eitt af einkunarorðum þeirra Mýraboltamanna, en það eru orð að sönnu, því hver kannast ekki við tilfinninguna um að koma og fá að upplifa stemminguna í Tungudalnum, þar sem ærslafullt ungt fólk fær útrás fyrir hreyfiþörfina?
Þeir sem ekki nenntu að vera drullugir uppfyrir haus, en langaði samt að vara hluti af þessari gleði, tóku þátt t í golfmóti á vegum þeirra Mýraboltamanna og GÍ.
Spilað var golf í næsta nágrenni við leikvelli Mýraboltans, hægt var að upplifa stemminguna og horfa yfir svæðið. Þátttakendur í golfmóti Mýrarboltans/N1 voru þátttakendur í fjölmennasta Mýraboltamóti í Evrópu og þó víða væri leitað og að þessu sinni voru þeir 54 talsins, 46 karl- og 8 kvenkylfingar.
Verðlaun voru veitt fyrir 3 efstu sætin í höggleik og punktakeppni, ásamt því að öfugt við mót þeirra Mýraboltamanna þar sem veitt voru verðlaun fyrir drullugusta liðið, þá voru veitt verðlaun úr hópi karla og kvenna fyrir snyrtilegast klæðnaðinn á Mýraboltamótinu!
Sá sem var á besta skorinu í mótinu var klúbbmeistari Golfklúbbs Bolungarvíkur Chatchai Phothiya en hann lék Tungudalsvöll á 75 höggum!
Helstu úrslit eru þessi:
Höggleikur:
| 1 | Chatchai Phothiya | GBO | 2 | F | 38 | 37 | 75 | 5 | 75 | 75 | 5 |
| 2 | Unnsteinn Sigurjónsson | GBO | 9 | F | 41 | 37 | 78 | 8 | 78 | 78 | 8 |
| 3 | Sverrir Haraldsson | GKJ | 8 | F | 41 | 38 | 79 | 9 | 79 | 79 | 9 |
Punktakeppni:
| 1 | Unnsteinn Sigurjónsson | GBO | 9 | F | 18 | 20 | 38 | 38 | 38 |
| 2 | Sverrir Haraldsson | GKJ | 8 | F | 17 | 19 | 36 | 36 | 36 |
| 3 | Guðvarður Þórarinn Jakobsson | GBO | 21 | F | 18 | 16 | 34 | 34 | 34 |
| 4 | Chatchai Phothiya | GBO | 2 | F | 16 | 17 | 33 | 33 | 33 |
| 5 | Kristinn Þórir Kristjánsson | GÍ | 8 | F | 16 | 16 | 32 | 32 | 32 |
| 6 | Einar Gunnlaugsson | GÍ | 9 | F | 19 | 13 | 32 | 32 | 32 |
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
