Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2014 | 18:15

PGA: Tiger dregur sig úr Bridgestone mótinu

Tiger Woods dró sig úr Bridgestone mótinu og bar fyrir sig bakmeiðsli.

Hann var aðeins búinn að spila 8 holur og af lokahringnum og spilaði skelfilega illa.

Hann greip allt í einu aftan á bak sér, gretti sig og nokkrum sekúndum síðar var hann á leiðinni af velli í golfbíl.

Það er líka sjokkerandi stutt síðan að Tiger gekkst undir bakuppskurð eða 31. mars s.l. og ekki einu sinni liðnir 5 mánuðir.

Svona meiðsli taka sín tíma að gróa og hann fer e.t.v. allt of geyst af stað.

Skor Tiger á Bridgestone mótinu á Firestone vellinum sem hann var á árum áður einráður á fór líka hríðversnandi (68 71 72), þannig e.t.v. betra að hætta leik.