Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2014 | 18:00

GN: Arnar Freyr á besta skorinu á Neistafluginu – 66 glæsihöggum!!!

Neistaflug GN og Síldarvinnslunnar fór fram í gær.  Keppt var í 4 flokkum: karla-; kvenna-; karlar 70+ og í unglingaflokki.

Verðlaun voru veitt fyrir 1.-5. sæti  í opnum flokki í punktum; fyrir 1. sæti í kvenna- og karlaflokki í höggleik og 1 verðlaun í unglingaflokki.

Jafnframt voru veitt nándarverðlaun og dregið úr skorkortum í mótslok.  Þátttakendur að þessu sinni voru 106; 19 konur og 87 karlar.

Arnar Freyr var á besta skorinu í mótinu; spilaði Grænanesvöll á 66 glæsihöggum.

Helstu úrslit voru eftirfarandi:

Opin flokkur í punktakeppni: 

1 Jón Gunnarsson GKF 24 F 22 20 42 42 42
2 Viðar Örn Hafsteinsson GFH 7 F 22 19 41 41 41
3 Arnar Freyr Jónsson GN 1 F 22 19 41 41 41
4 Þorgeir Arnar Jónsson 21 F 24 17 41 41 41
5 Halldór Jón Halldórsson GFH 15 F 20 20 40 40 40

 

Höggleikur/karlaflokkur:

1 Arnar Freyr Jónsson GN 1 F 32 34 66 -4 66 66 -4
2 Bjarni Sigþór Sigurðsson GS -1 F 35 35 70 0 70 70 0
3 Viðar Örn Hafsteinsson GFH 7 F 35 37 72 2 72 72 2

 

Höggleikur/kvennaflokkur:

1 Petrún Björg Jónsdóttir GKJ 14 F 42 39 81 11 81 81 11
2 Birna Dögg Magnúsdóttir GH 13 F 44 42 86 16 86 86 16
3 Björk Unnarsdóttir GR 20 F 51 46 97 27 97 97 27

 

Unglingaflokkur:

1 Ísak Örn Elvarsson GL 21 F 44 45 89 19 89 89 19