Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2014 | 17:45

Geoff Ogilvy efstur á Barracuda Championship

Það eru ekki allir bestu kyfingar heims í Ohio sem stendur.

Geoff Ogilvy er kominn í 3 stiga forystu eftir 3. hring  Barracuda Championship, sem fram fer í Nevada.

Hann var þremur stigum á eftir Nick Watney í hálfleik, en Barracuda er mót þar sem notast er við Stableford punktakerfið.

„Ég spilaði bara ansi hreint vel í dag,“ sagði Ogilvy eftir hringinn í gær. „Ég náði fugli á þeim par-5 brautum, sem ég þurfti að ná fuglum á …. og þetta kerfi verðlaunar svo sannarlega þá sem fá fugl.“

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Barracuda Championship SMELLIÐ HÉR: