Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2014 | 08:00

PGA: Sergio Garcia enn í forystu fyrir lokahring Bridgestone – Rory í 2. sæti

Spænski kylfingurinn Sergio Garcia heldur forystu sinni fyrir lokahring Bridgestone Inv. sem fram fer í dag.

Og  það þrátt fyrir rigningu og þrumuveður.

Samtals er Garcia búinn að spila á 14 undir pari, 196 höggum (68 61 67).

Í dag fer hann út með Rory sem situr einn í 2. sæti eftir frábæran 2. hring upp á 66 högg en samtals er Rory 3 höggum á eftir Sergio Garcia, er búinn að spila á 11 undir pari, 199 höggum (69 64 66).

Marc Leishman (68) er fimm höggum á eftir Garcia í 3. sæti  meðan Adam Scott (65), Keegan Bradley (67) og Justin Rose (70) eru 6 höggum á eftir og deila 4. sætinu.

Tiger Woods sagði pirraður eftir hringinn að hann þyrfti fleiri endurtekningar (til þess að spila vel á mótum) þ.e. hann þyrfti að spila meira eftir að hann lék á 72 höggum og deilir nú 36. sætinu 15 höggum á eftir Sergio Garcia. Phil Mickelson deilir 44. sætinu eftir 3. hring upp á 69 högg.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Bridgestone Inv. SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Bridgestone Inv. SMELLIÐ HÉR: