Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2014 | 12:00

Verslunarmannahelgin er mikil golfhelgi

Það er ljóst að kylfingar nýta Verslunarmannahelgina vel til golfleiks og eru fjöldamörg mót um allt land um helgina.

Dalvíkingar halda Davíkurskjálftann um helgina og þar eru 80 kylfingar skráðir til leiks.

Norðfirðingar halda mót í tengslum við Neistaflugið á Neskaupstað og fjöldi hátíðargesta hafa skráð sig til leiks.

Á Akureyri er Verslunarmannabomban, stórmót á vegum GA.

Mýrarboltamótið á Ísafirði er vel sótt og Opin mót í Kiðjabergi og í Borgarnesi eru vel nær full bókuð.

Á sjálfan verslunarmannafrídaginn er Shootoutið á Nesinu, sem er árviss viðburður í mótahaldi hér á landi og eitt fjölsóttasta golfmót ársins af áhorfendum og eins eru nokkur opin mót þann dag sem eru vinsæl s.s. Opna mótið á Setbergsvelli.

Golf 1 verður með umfjöllun og úrslitafréttir af öllum ofangreindum  mótum og óskar kylfingum öllum bestu skemmtunar við golfleik um Verslunarmannahelgina!

Texti. golf.is