Tiger segir hvatningu sína vera að slá met
Meðan enn er óvíst hvort Tiger takist að ávinna sér sæti í Ryder bikars liði Bandaríkjanna, sem spilar í Gleneagles, Skotlandi í september n.k. þá segir Tiger það enn hvatningu sína að slá met.
Það sem hann er með í huga er að slá met Sam Snead upp á flesta unna sigra í mótum (hann þarf aðeins að vinna 3 mót í viðbót til að jafna) og auðvitað slá við risamóts- meti Jack Nicklaus, en Tiger á eins og allir vita eftir að sigra á 4 risamótum til að jafna met Nicklaus um flesta sigra á risamótum, en Nicklaus hefir sigrað í 18 risamótum.
„Ég hugsa að það séu að öllum líkindum tvö markmið sem hvetja mig áfram nú, annað er að slá við meti allra tíma um flesta sigra í mótum (ens. all time tournament wins record)“ sagði Tiger. „Ég er aðeins 3 sigrum frá meti Sam (Snead) og augljóslega líka risamótametið, þar sem ég er 4 sigrum frá meti Jack. En að vera nr. 2 á báðum listum er heldur ekki svo slæmt. Þetta þýðir að ég hef átt ansi góðan feril.“
Markmið Tiger til skamms tíma er að komast í Ryder Cup liðið og sterk frammistaða hans á suður velli Firestone Country Club í Akron, Ohio, gæti fleytt honum langt. Woods, sem er að spila í 3. móti sínu frá uppskurðinum hefir verið einsráðandi, ja hreinlega „átt“ þennan völl á ferli sínum, þannig að það er kostur þegar hann er að spila nýstaðinn upp eftir skurðaðgerð.
„Ef hann spilar vel og er frískur vel ég hann,“ sagði fyrirliði Ryder bikars liðs Bandaríkjanna, Tom Watson og það eru orð sem Tiger bindur miklar vonir við.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
