Adam Scott mun reyna að halda sér á toppnum! – Heitir að gera betur en á Opna breska
Adam Scott er nú kominn til Bandaríkjanna þar sem hann hyggst vera við keppni næstu 7 vikurnar og vonast sem stendur eftir treysta stöðu sína sem nr. 1 á heimslistanum með því m.a. að bæta öðrum heimstitli við titlasafn sitt (á móti vikunnar WGC Bridgestone) og 2. risamótssigri sínum á PGA Championship, sem er í næstu viku.
Scott hefir heitið því að berjast fyrir toppsætinu á heimslistanum en hart er að honum sótt m.a. af Rory McIlroy, sem sigraði á Opna breska og eins gæti Henrik Stenson nælt sér í toppsætið með sigri á móti vikunnar í Bandaríkjunum WGC Bridgstone Invitational.
„Hvað varðar nr. 1, þá hugsa ég í hverri viku að nú hafi ég spilað þannig að nr. 1 sé í hættu,“ sagði Scott.
„En ef ég sigra alla þá er engin hætta.“
„Ég ætla að setja pressu á mig og reyna að spila eins og besti kylfingurinn í þessari viku og ná þeim árangri.“
Hvað Opna breska varðar þá viðurkenndi Scott að veðrið hefði gert honum erfitt fyrir en hann var líka pirraður á slökum leik sínum á 2. hring, en það sérstaklega hvetur hann til þess að reyna að endurtaka leikinn frá 2011 þegar hann sigraði á e World Golf Championship Bridgestone Invitational.
Árangur Scott á Opna breska var þó langt frá slakur hann varð T-5 á 12 undir pari, 5 höggum á eftir sigurvegaranum Rory, á 276 höggum (68 73 69 66), en það er hringurinn upp á 73 sem er að pirra Adam í það óendanlega.
„Það er ákveðin fullnægja í að spila vel, en þegar maður horfir tilbaka er ég enn pirraður yfir aðð spila ekki betur vegna þess að mér fannst ég gera allt rétt,“ sagði Scott um árangur sinn á Opna breska.
„Það voru óheppilegar aðstæður en jafnvel þó maður verði fyrir þeim þá er það engin afsökun. Ég gæti hafa gert betur á föstudeginum í vindinum. Ég fékk nokkra ódýra skolla (á 2. hring)“
„Þegar manni finnst maður hafa spilað og undirbúið sig nógu vel til að sigra og maður framkvæmir það sem maður ætlaði sér en uppsker ekki eins og sáð var þá hvetur það mann til að gera betur hér (á WGC Bridgestone Inv.).
Nú er bara að sjá til hvort Adam Scott standi uppi sem sigurvegari á sunnudaginn á WGC Bridgestone!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
