Tiger og Westy að falla á tíma
Tiger Woods og Lee Westwood (Westy) verða að fara að taka sig til og eiga góðar frammistöður á þessum síðustu mótum áður en lokað er á og ákveðið hverjir komist í Ryder bikars lið Bandaríkjanna og Evrópu, byggt á frammistöðum í mótunum.
Mörkin eru dregin við PGA Championship risamótið hjá Bandaríkjamönnunum en við Italian Open sem fram fer í lok ágúst í Evrópu.
Tiger verður að standa sig vel á heimsmótinu í Ohio eða PGA Championship risamótinu ætli hann sér að öðlast sjálfkrafa sæti í Rydernum og Westy sömuleiðis en á þar að 3 mót að Opna ítalska meðtöldu á Evróputúrnum til góða.
Takist þeim ekki að sigra eða verða meðal efstu manna í mótunum er útseð um að val þeirra í Ryders bikarsliðin verði komin undir ákvörðun fyrlrliða þeirra, Tom Watson og Paul McGinley.
Westy hefir í raun ekkert sýnt neinn stjörnuleik frá því hann vann Malaysian Open fyrr á árinu og varð í 7. sæti á The Masters og Tiger er búinn að vera svo lengi frá vegna bakuppskurðar síns að óvíst er hvort núvernadi form hans sé nægilegt til þess að hann nái að sýna gamla snilldartakta í mótunum og síðan hvort frammistaða hans verði talin nógu góð af Tom Watson til þess að öðlast sæti í Rydernum, en margir eru um hituna og langar að spila í Ryder bikarnum, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
