GR: Árni Bjarnason GK og Sigurður Gestsson GR sigruðu á Opna GR/Heineken 2014
Opna GR/ Heineken mótið fór fram á völlum Golfklúbbs Reykjavíkur um helgina. Fyrri dagurinn var leikinn á Grafarholtsvelli í blíðskapa veðri. Seinni hringur var leikinn á Korpúlfsstaðvelli. Góð þátttaka var að venju í þessu árlega móti GR. Alls tóku 152 kylfingar þátt í mótinu að þessu sinni. Leikfyrirkomulag mótsins var Betri bolti, tveir saman í liði. Sigurvegarar í ár voru þeir Árni Bjarnason GK og Sigurður Gestsson GR. Þeir félagar skiluðu í hús 92 punktum á þeim tveimur hringjum sem leiknir voru. Glæsilega gert hjá þeim félögum.
Að loknum seinni leikdegi var haldin verðlaunaafhending á Korpúlfsstöðum. Verðlaunaafhendingin fór þannig fram að allir vinningar mótsins voru á verðlaunaborði. Það lið sem var í fyrsta sæti fékk fyrst að velja sín verðlaun, svo koll af kolli. Öll úrslit úr mótinu má sjá með því að SMELLA HÉR:
Nándarverðlaun voru veitt fyrir báða dagana:
Grafarholtsvöllur:
2 braut: Skúli Baldursson GR – 70 cm
6 braut: Árni Bjarnason GK – 88 cm
11 braut: Guðmundur Karl Gautason GKB 2,27 metrar
17 braut: Jón Thorarensen GÖ – 58 cm
Korpúlfsstavöllur:
13 braut: Jón H Karlsson GR 30 cm
17 braut: Sigurður Þórðarson GKG 1,10 metrar
22 braut: Hulda B. Baldvinsdóttir GKG 1,23 metrar
25 braut: Jón Valur Jónsson GR 5,57 metrar
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
