Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2014 | 10:00

LET: Julie Greciet sigraði á Sberbank Golf Masters

Það var franska stúlkan Julie Greciet sem sigraði á Sberbank Golf Masters.

Greciet sigraði á skori upp á 17 undir pari, 196 höggum (66 64 66).

Í 2. sæti varð Lee-Anne Pace tveimur höggum á eftir Greciet og í 3. sæti varð Amy Boulden frá Wales.

Fjórða sætinu deildu síðan Nikki Garrett frá Ástralíu frönsku stúlkurnar Anne Lise Caudal og Sophie Giquel-Bettan á 12 undir pari, hver.

Til þess að sjá lokastöðuna á Sberbank Golf Masters SMELLIÐ HÉR: