Tim Clark
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2014 | 08:00

PGA: Tim Clark sigraði á RBC Canadian Open

Það var Suður-Afríkumaðurinn Tim Clark sem sigraði á RBC Canadian Open.

Sigurskor Clark var 17 undir pari, 263 högg (67 67 64 65).

Tim Clark er fæddur 17. desember 1975 og því 38 ára. Þetta er 2. sigur hans á PGA Tour en hann var s.s. mörgum er í fersku minni Players Championship 2010.

Í 2. sæti varð  Jim Furyk aðeins 1 höggi á eftir,á 16 undir pari, 264 höggum,  en hann var að reyna að sigra í mótinu í 3. sinn.

Í 3. sæti varð síðan Bandaríkjamaðurinn Justin Hicks á samtals 13 undir pari og 4. sætinu deildu Gonzo, Matt Kuchar og Michael Putnam á samtals 11 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR: