Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2014 | 16:45

Evrópumótaröðin: David Horsey sigraði í Rússlandi

David Horsey bar sigur úr býtum í M2Russian Open á Jack Nicklaus hannaðað Tsleevo golfvellinum rétt fyrir utan Moskvu í dag.

Sigurskor Horsey var 13 undir pari, líkt og hjá Íranum Damien McGrane og því varð að koma til bráðabana milli þeirra.

Þar vann Horsey með pari, meðan McGrane fékk skolla.

Aðeins 1 höggi á eftir, á 12 undir pari, varð Scott Jamieson, en hann varð einn í 3. sæti.

Til þess að sjá lokastöðuna á M2Russian Open SMELLIÐ HÉR: