Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2014 | 15:45

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Íslandsmeistaratitillinn svo til í höfn hjá Ólafíu Þórunni

Spennan í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik er nú í hámarki, en þegar aðeins á eftir að spila 3 holur er einungis 1 höggs munur á Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR og Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur.

Nú rétt í þessu voru Ólafía og Guðrún Brá að ljúka við að spila par-5 16. holuna og virðist sigurinn blasa við Ólafíu Þórunni.

Ólafía Þórunn fékk par á holuna en Guðrún Brá skramba, 7 högg, og því er munurinn milli þeirra 3 högg, Ólafíu Þórunni í vil þegar eftir er að spila 2 holur.

Fylgjast má með þessum spennandi tveimur lokaholum í kvennaflokknum með því að SMELLA HÉR: