Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2014 | 23:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Flottir kylfusveinar

Á Íslandsmótinu í höggleik eru margir flottir kylfusveinar, sem fá mun minni athygli en kylfingarnir, en gegna þó svo mikilvægu starfi.

Ingi Rúnar og Birgir Leifur á 3. degi Íslandsmótsins í höggleik 2013. Mynd: Golf 1

Ingi Rúnar og Birgir Leifur á 3. degi Íslandsmótsins í höggleik 2013. Mynd: Golf 1

Kylfusveinn Birgis Leifs Hafþórssonar, GKG á Íslandsmótinu í höggleik er sá sami og hjálpaði honum til titilsins í fyrra, sonur hans, Íslandsmeistarinn í höggleik í strákaflokki 2014, Ingi Rúnar Birgisson.

Svo virðist sem Ingi Rúnar ætli að aðstoða föður sinn við að verja titilinn á morgun!

Ólafía Þórunn ásamt föður sínum og kaddý, Kristni Gíslasyni. Mynd: Golf 1

Ólafía Þórunn ásamt föður sínum og kaddý, Kristni Gíslasyni. Mynd: Golf 1

Kylfusveinn Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, GR,  sem leiðir í kvennaflokki, er faðir hennar Kristinn Gíslason, en hann hefir löngum verið aðalkaddýinn henanr.

Valdís Þóra GL sem er í 2. sæti er með systur sína Friðmey á pokanum og Guðrún Brá GK er með Heiðrúnu Jóhannsdóttur, móður sína.

Ýmsir þekktir kylfingar hafa sést á þessu Íslandsmóti í kaddýstörfum, en meðal þess flottasta var sá sem Gauti Grétarsson, NK, var með en hann var með Ólöfu Maríu Jónsdóttur, GK, margfaldan Íslandsmeistara og einu íslensku konuna sem komist hefir á Evrópumótaröð kvenna (LET), á pokanum hjá sér.