Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, var efstur eftir 2. dag á Íslandsmótinu í höggleik á glæsilegum 8 undir pari!!! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2014 | 13:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Allir farnir út á 3. degi

Birgir Leifur Hafþórsson, Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurarson, síðasti ráshópur 3. dags á Íslandsmótinu í höggleik 2014 voru að fara út nú rétt í þessu, en  áætlaður rástími þeirra var kl. 12:40.

Þar með eru allir keppendurnir 90, sem komust í gegnum niðurskurð (72 karlkylfingar og 18 kvenkylfingar)  í gær komnir út á Leirdalsvöll.

Veðrið á höfuðborgarsvæðinu er fínt – 15° hiti, skýjað en hann hangir þurr.

Um leið og Golf 1 mun áfram halda kröftugri umfjöllun um Íslandsmótið, hvetur það alla til þess að mæta á Leirdalsvöll og fylgjast með þeirri golfveislu, sem þar á sér stað.

Allir okkar bestu kylfingar mættir í eitt mót á sama stað – það gerist ekki betra!!!