Ingvar Andri Magnússon, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 17:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Yngstu og elstu keppendur

Yngstu keppendurnir í karla- og kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik koma að þessu sinni bæði úr Golfklúbbi Reykjavíkur.

Yngsti þátttakandinn í mótinu er Ingvar Andri Magnússon, GR, en hann er fæddur 29. september 2000 og því aðeins 13 ára.

Yngst í kvennaflokki er Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR,  en hún er fædd 5. janúar 1999 og varð því 15 ára snemma á árinu.

Elstur í mótinu í karlaflokki er margfaldur Íslandsmeistari í höggleik, Björgvin Þorsteinsson, GA, 61 árs og í kvennaflokki er það Þórdís Geirsdóttir, GK, 48 ára.