Rory aðdáendur – ekki fagna sigri of snemma … hér eru 5 dæmi um kylfinga sem glutruðu niður forystu á risamóti! Myndskeið
Þó Rory McIlroy sé heilum 6 höggum á undan næsta keppanda, Rickie Fowler fyrir lokahringinn á Opna breska, sem fram fer í dag, þá er það ekki ávísun á sigur hans.
Þvert á móti stressið getur verið enn meira ef forskotið er mikið og tilhneiging til að reyna að halda einhverju sem fengið er og það getur farið illa með hvaða keppniskylfing sem er.
Hér eru 5 dæmi um kylfinga sem voru að keppa á risamótum og glutruðu niður miklu forskoti sem þeir höfðu:
1. Jean de Velde. Hann var með 3 högga forystu á næstu keppendur FYRIR LOKAHOLUNA á Opna breska á Carnoustie 1999 og er e.t.v. þekktasta dæmið um kylfing sem glatar forystu. Sjá má myndskeið um hvernig hann glutraði niður forystu sinn með því að SMELLA HÉR:
2. Greg Norman 1996. Hann átti 6 högg á Nick Faldo fyrir lokahringinn á Masters. Annað mjög þekkt dæmi hvernig forskot getur gufað upp og endað í tapi. Sjáið myndskeið af því með því að SMELLA HÉR:
3. Enn eitt dæmi er Phil Mickelson á Opna bandaríska 2006. Myndskeið af því má sjá með því að SMELLA HÉR:
4. Arnold Palmer tapaði fyrir Billy Caspar á Opna bandaríska 1966, jafnvel þó hann ætti 7 högg á hann þegar þeir áttu 9 holur óspilaðar.
5. Loks glutraði Thomas Björn forystu sinni eftirminnilega á Opna breska 2003, en hann átti 2 högg á keppendur sína á 16. holu, en lenti því miður þá í flatarglopmu sem kostaði hann 3 högg að komast upp úr á Royal St. George. Hann tapaði að lokum fyrir Ben Curtis. Flatarglompan heitir til dagsins í dag Bjarnarbönkerinn! Hér má sjá myndskeið af óförum Björn SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
