Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2014 | 12:00

Opna breska 2014: Fowler með erfitt verk fyrir höndum

Fyrir lokahringinn er Rickie Fowler í 2. sæti, 6 höggum á eftir Rory McIlroy og á erfitt verk fyrir höndum í dag – að reyna að vinna upp gott forskot Rory.

Fowler er á besta skori bandarísku kylfinganna 56, sem eru langfjölmennasti hópurinn frá einni þjóð sem þátt tekur í mótinu… a.m.k. fyrir lokahringinn.

Rickie og Rory hafa oft bitist um sigurinn m.a. mættust þeir m.a. fyrir 7 árum, þá 18 ára í Walker Cup.

Þetta er í 2. sinn sem Rickie Fowler er í lokaráshópnum, sem fer út kl. 13:40 í dag og hann vonast auðvitað eftir að geta sett pressu á Rory.

„Mér finnst ekki ég vera á of stóru sviði,“ sagði Fowler. „Mér finnst eins og ég eigi að vera hér.“

Rickie gerði góða atlögu að Rory, var með fugla á 7 á fyrstu 12 holunum, á 3. hring, í gær.  Þegar Rory fékk skolla á 12. holu Royal Liverpool voru þeir tveir jafnir.

En Rory jafnaði sig aftur með fugli á 14. og síðan tveimur örnum á 16. og 18. holunum.

Fowler hins vegar fékk skolla á 14. og 16. holurnar og missti þar með Rory frá sér um 5 högg á innan við klukkustund.

„Allir eiga slæm högg stundum,“ sagði Rickie. „Það er bara óheppilegt að ég átti nokkur þeirra saman og það kostaði.“

Fowler rifjaði loks upp Walker Cup 2007 þegar hann mætti Rory:

„Hann var vissulega unga stjarnan hér og ég var ungur og upprennandi í Bandaríkjunum,“ sagði Rickie. „Þetta var bara spurning um tíma hvenær við tveir mættust í lokaráshóp.“

Fowler var líka í lokaráshópnum á Opna bandaríska fyrir mánuði síðan.  Hann átti samt í raun ekkert svar þá við frábæru spili Martin Kaymer – lauk keppni á 2 yfir pari, 72 höggum á lokahringnum á Pinehurst – 8 höggum á eftir Kaymer.

Spurning hvort leikurinn endurtaki sig í kvöld, eða á Fowler möguleika gegn McIlroy?

„Ef ég get farið út og lært af því sem ég gerði á Opna bandaríska og kannski fengið betri byrjun, kannski þá get ég sett pressu á Rory.“

Hvernig sem allt fer í kvöld þá hefir Rickie Fowler sýnt að hann hefir tekið stórstígum framförum í að verða einn allra besti kylfingur Bandaríkjanna eftir að hann réði Butch Harmon sem sveifluþjálfara sinn, en Harmon var áður fyrr sveifluþjálfari m.a. Tiger.

Fowler hefir að vísu ekki tekist að sigra enn á risamóti, en kannski það breytist í kvöld?

Rickie Fowler hefir staðið sig vel í risamótum ársins varð T-5 á Masters og T-2 á Opna bandaríska, en eins og hann bendir sjálfur  á, á hann ekki 2 risamótssigra í beltinu eins og Rory.

„Hann (Rory) er með tvo risamótssigra nú þegar.  Hann er aðeins á undan mér …. í augnablikinu.“