Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2014 | 09:00

Opna breska 2014: 3. hringur hafinn – Fylgist með á skortöflu hér! – Hápunktar 2. dags

Eftir 2. keppniesdag Opna breska er það enn norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy, sem leiðir nú á 12 undir pari, 132 höggum (66 66).

Fjórum höggum á eftir honum í 2. sæti er bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson, á samtals 8 undir pari, 136 höggum (71 65).

Sex kylfingar deila 3. sætinu, þ.á.m. Rickie Fowler á samtals 6 undir pari, 138 höggum, hver.

Sögulegt á 2. hring er að Tom Watson slapp í gegnum niðurskurð, elstur allra 64 ára.  Aðrir sem rétt komust í gegn eru Tiger, Luke Donald, Jordan Spieth, Jason Day og Thorbjörn Olesen.

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Opna breska SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá rástíma keppenda og skipan þeirra í ráshópa á Opna breska 3. keppnisdag SMELLIÐ HÉR:

Til þess að fylgjast með Opna breska á skortöflu SMELLIÐ HÉR: